26/11 2003: Við komum í Budapestmaraþonblaðinu og fréttum þar ýmislegt um okkur sem við vissum ekki fyrir. Til dæmis þá erum við Hafdís að fara til Aþenu á næsta ári en Jóhanna ætlar með alla fjölskylduna til Ungverjalands og láta hana hlaupa þar. Þetta hlýtur alltsaman að vera satt, því það stendur þarna :) Og enn og aftur, kærar þakkir til Áslaugar Aspar sem skannaði greinarnar fyrir okkur og sendi inn. Hásararnir eru með viðtalið við Pétur á síðunni hjá sér. 21/11 2003: Það er komin mynd af fréttinni í Budapestmaraþonblaðinu um Pétur (Hás) á síðuna hjá Hásurunum undir "Keppnir" Ef einhver nennir að skanna myndirnar af okkur NFRingum skal ég setja þær inn hjá okkur 17/11 2003 : Hefur einhver séð gráa jakkan hans Ásgeirs ? Hann tapaðist í Paraþoninu um daginn. Þetta er glænýr jakki, keyptur í Búdapest og bara búið að nota hann einu sinni, daginn sem hann hvarf. Hér getur að líta mynd af Ásgeiri í jakkanum 16/11 '03 Elín kláraði Havana-maraþon á 4:04:56 (var á hálfu á 1:59:11)Það voru svipaðar aðstæður og í Búdapest Til hamingju, Elín !!! 15/11 2003 : Eva & Þórólfur gifta sig í dag. Til hamingju !!! 15/11 2003: Gísli er með skemmtilegan afreksmannalista frá Pétri Reimars á síðu Félags maraþonhlaupara. Þar eigum við mann í toppsæti. 12/11 2003: Asics-skór í óskilum hjá Garðari síðan á Úlfljótsvatni 11/11 2003: Nýjar uppskriftir komnar á uppskriftasíðuna. Fleiri grænmetisréttir frá Hafdísi og kjúklingauppskriftir frá Kristínu. 11/11 2003: Það eru komnir fleiri tímar í listann yfir bestu tíma NFR-félaga. Enn vantar þó nokkra. Sendið ritara tölvupóst, - eða hripið á bréfsnepil og ég slæ þetta inn. 06/11 2003: Við erum komin með fleiri kort (sjá hér til vinstri) 06/11 2003: Það er kominn nýr og skemmtilegur moli frá Áslaugu Ösp á Hás-síðuna. Skoðið líka greinarnar um hlaupameiðsli eftir hann Eyjólf (þeirra) .. undir fróðleikur 27/10 2003 : Það eru komnar myndir frá Adidas-maraþoni á Hlaupasíðuna 25/10 2003 : Úrslit í Adidas-maraþoni eru komnar á síðuna hjá Gísla Og Hás-hópurinn er kominn með myndir á síðuna hjá sér. 23/10 2003 : Við erum komin með annan reikning 23/10 2003 : Eva og Þórólfur eru komin með alveg helling af myndum úr paraþoninu. - keep on the good work :) Frábært framtak. 23/10 2003 : Takið eftir kortasíðunni sem er komin hérna vinstra megin fyrir neðan Hálftímann !!!! 22/10 2003 : Smá Viska barst í póstinum 20/10 2003 : Fjölskylduferðin verður helgina 8. nóv. Farið verður á Úlfljótsvatn. Tilkynnið þátttöku sem allra fyrst til Garðars 18/10 2003 : Úrslitin í paraþoninu eru komin inn á síðuna hjá Gísla 16/10 2003 : Það er ný grein eftir Eyjólf á síðunni hjá Hás 14/10 2003 : Stjórn hlaupahóps NFR skipa þau Garðar, Ingólfur og Hafdís. 14/10 2003 : Heyrst hefur að nokkur hópur stefni á að taka þátt í Comrads Maraþon á næstu árum (nýr linkur á tenglasíðu) 10/10 2003 : Það er alveg einstök Budapestmaraþonlýsing eftir Báru Ketilsdóttur á síðunni hjá Gísla 9/10 2003 : Það eru komnar nýjar myndir : Frá Búdapest á síðunni hans Kalla Mynd af Evu í Sydney-maraþon á síðu Þórólfs og Evu 05/10 2003 : Eyjólfur Guðmundsson er kominn með Búdapestmyndir á síðuna sína Hás-hópurinn er kominn með Búdapestmyndir á síðuna hjá sér ... og svo eru auðvitað komnar myndir inn á síðuna hjá Budapest maraþon Á hlaup.is undir umræðusvæði er frásögn frá ritara NFR Og svo er Gísli búinn að gera hlaupinu skemmtileg skil í dagbókinni sinni. Búdapestfarar - spádómur þjálfara: Draumur Rauntími Ekki í fýlu Úrslit Ívar 2:43:08 2:49:17 3:07:00 2:57 Gunnar 2:49:01 2:58:02 3:15:04 3:14 Ásgeir 3:08:56 3:31:10 3:45:18 3:39 Halldór 3:08:55 3:24:08 3:45:15 3:20 Fyrsta maraþon Þórólfur 3:08:55 3:24:08 3:50:00 3:58 Fyrsta maraþon Garðar 3:17:00 3:29:55 3:45:00 3:59 Magnús 3:19:59 3:20:12 3:40:00 3:35 Jón S 3:19:59 3:19:04 3:45:12 3:31 Eva 3:47:03 3:59:00 4:50:10 3:58 Fyrsta maraþon Jóhanna 3:48:02 3:57:02 4:45:10 3:56 Fyrsta maraþon Eyjólfur 3:55:04 4:20:11 4:50:00 4:43 Fyrsta maraþon Hafdís 3:58:01 4:08:05 4:55:17 4:06 Fyrsta maraþon Bryndís 3:58:01 4:22:09 4:55:17 4:06 Elín 3:58:01 4:08:05 4:55:17 4:16 Fyrsta maraþon Það var vel yfir 20 st. hiti og heiðskýrt NFR-síðan óskar þeim 7 félögum NFR sem hlupu sitt fyrsta maraþon til hamingju með sigurinn !!!! 26/9 2003 : Uppskriftin að góðu rúllutertunni hennar Rögnu er komin á uppskriftasíðuna. 22/9 2003 : Það eru komnar nýjar myndir úr Brúarhlaupinu á myndasíður Evu og Þórólfs 21/9 2003 : Hér er frábær síða um þjálfun sem Áslaug Ösp fann 5/10 2003: Allar Búdapest upplýsingarnar komnar á eina síðu 17/9 2003 : Það eru alveg gullfallegar og bráðsmellnar vísur eftir hann Aðalstein á síðunni hjá Hás undir Molar. Þar var að bætast við moli :) 8/9 2003 : Eins og Trausti veðurfræðingur orðaði það : Fregnir af andláti voru eru stórlega ýktar !!! Samráðsnefnd um framtíðarskipulag : Bjargey, Helga Jóns, Ásgeir, Halldór, Ívar 29/8 2003 : Félagi Hrólfur er höfundur nýrrar heimasíðu með gítargripum. Flott síða, Hrólfur 26/8 2003 : Úrslitin úr Heljuhlaupinu eru komin á Dalvíkursíðuna !!!! 22/8 2003 : Hér er áhugaverð síða hjá Sjálfsbjörg þar sem fylgst er með brjáluðum íslendingi sem ætlar að róa á árabát í kringum landið. 21/8 2003 : Skoðið frábært myndaalbúm Evu og Þórólfs. Fullt af myndum úr hlaupunum í sumar !!! 18/8 2003 : Það er alveg frábær frásögn inni á Hás-síðunni frá honum Aðalsteini um klapp undir keppnir 16/8 2003 : Í dag hlupu sitt fyrsta hálfmaraþon : Lilja, Bjargey, Munda. Í dag hljóp sitt fyrsta 10 km. hlaup : Edda !!! Til hamingju, stelpur !!! :D 15/8 2003 : Það eru komnar Laugavegsmyndir á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons 13/8 2003 : Það er aldeilis frábær frásögn úr Barðsneshlaupinu á heimasíðu Langhlauparafélagsins 11/8 2003 : Hlaupaskór og GEÐVEIKIR hlaupasokkar á RunningShoes.com 10/8 2003 : Pétri og Helgu gekk vel í Hornstrandahlaupinu í dag. Helga vann kvennaflokkinn og Pétur varð annar. Úrslitin eru komin á Hlaup.is 6/8 2003 : Nýtt : Bráðskemmtileg frásögn eftir Aðalstein á síðunni hjá HÁS undir sögur 2/8 2003 : Félögum okkar gekk vel á Neistaflugi í dag. Helga sigraði 10 km. hlaupið. Til hamingju, Helga. Trausti varð 3. í Barðsneshlaupinu. Til hamingju, Trausti. Sveit NFR skipuð þeim Trausta, Bjartmari og Berki sigraði sveitakeppnina. Til hamingju, drengir. 29/7 2003 : og hér koma upplýsingar um vegalengdir í Heiðmörkinni með kveðju frá Ingólfi : Stóri hringurinn ef lykkja er hlaupin þeas niður fyrir veg 10,3 km þar af er lykkjan frá krossgötunum 2,64 km Stóri hringurinn ef farið er beint eftir stíg er 9,5 km. þar af er stígurinn frá krossgötum 1,9 km. Þannig að litli hringurinn er uþb. 4,5 km. Æfingin í dag var 14,8 km. 28/7 2003 : Pétur Helgason er kominn með skemmtilega Laugavegssögu á Hás-síðunni !!! 27/7 2003 : Kíkið á síðu Langhlauparafélagsins. Skemmtilegar greinar á forsíðu. 2/8 2003 : Helga vann 10 km. hlaupið á Neskaupsstað í dag. Til hamingju, Helga !!!!!!!!!!!! 24/7 2003 : Þeir sem vilja ná sambandi við Garðar og Sirrý þessa dagana, reynið síma : 855-2317 23/7 2003 : Pétur Reimarsson gerir Laugaveginum 2003 skemmtileg skil á síðunni hjá Gísla 22/7 2003 : Gísli er kominn með alla laugavegstíma frá upphafi. Mjög fróðlegt skjal. 22/7 2003 : Það er mynd af Pétri Hás með frétt í mogganum 22/7 2003 : Tók einhver maraþonbol nr. 45 í misgripum í Mörkinni? Ef svo er þá á Áslaug Ösp hann s. 864-5736 eða [email protected] ... 23/7 2003 : Áslaugar bolur er fundinn Einnig : Eddi fann svartan kventopp og svartan bol sem hann kannast ekki við í Bláfjallakvíslartöskunni sinni !!!! ... 28/7 2003 : Eigandinn fannst á Sauðárkróki 21/7 2003 : Eftirfarandi reglu fann Börkur í lýsingu á kanadísku trail-hlaupi um rusl : 1. No littering on the course. What you bring in, take out with you. If you are caught you will get an infraction ranging from a 15 minute time penalty to disqualification. Or if you really litter we will cover your body with honey and drop you off naked in the middle of the park. We believe in Leave No Trace racing. 21/7 2003 : Það eru komnar mjög skemmtilegar myndir frá laugavegshlaupinu á heimasíðu björgunarsveitarinnar - skoðið undir HSSR/myndir 20/7 2003 : Úrslitin af Laugaveginum eru komin á hlaupasíðuna. NFR VANN sveitakeppnina. Sigursveitina skipuðu Trausti, Ingólfur og Ívar Glæsilegur árangur, drengir. Við erum stolt af ykkur. 20/7 2003 : Nýtt á Hás-síðunni : Ferðasaga Áslaugar og Kára frá skútusiglingunni um Vestfirði 15/7 2003 : Það er kveðja í gestabókinni 14/7 2003 : Kíkið á síðuna hjá Gísla. Þar eru reynslusögur og ráðleggingar til nýliða. 14/7 2003 : ATH. Það er spáð 17-20 stiga hita sem þýðir að þá verðum við að hafa saltbréf í vasanum !!!! 14/7 2003 : Við settum saman gátlista fyrir Laugavegsferðalagið. Athugið að listinn er einungis upptalning á öllu sem nokkrum hlaupurum datt í hug á kvöldstund að einhverjir vildu kannski hafa með, og alls ekki er ætlast til að nokkur maður pakki blint niður í töskur eftir honum !!! Einnig er alveg stórgóður gátlisti fyrir maraþonhlaup á Hás-síðunni sem vert er að skoða 11/7 2003 : ATH Ef þið ætlið að vera með í grillinu á Laugardagskvöldið þá verðið þið að SKRÁ YKKUR og BORGA sem allra fyrst. 10/7 2003 : Skráið ykkur í Laugaveginn HÉR 11/7 2003 : Að því loknu er trúlega skynsamlegt að hafa samband við forsvarsmennina á skrifstofu Reykjavíkurmaraþons í síma 535-3700 eða með tölvupósti og láta vita að við förum á eigin vegum svo ekki sé gert ráð fyrir okkur í rútunni hjá þeim. 10/7 2003 : Upplýsingar um Laugaveginn eru á heimasíðu Reykjavíkurmaraþons - .. skoðið líka kortið ! 11/7 2003 : Fleiri skemmtilegir linkar : Kort á heimasíðu Landmannalauga Upplýsingar um Laugaveginn á Nat.is 14/7 2003 : Þessir ætla Laugaveginn : Berglind og Ævar Börkur Bryndís og Ásgeir Gunnar Helga og Pétur Stefán Jóhanna og Ívar Trausti Hafdís (og Stefán) Friðrik OG Garðar Eva Ingólfur Elín (Jón) Ragna (Kalli) Fjóla (Pétur V) 8/7 2003 : Úrslitin úr NFR-hlaupinu eru komin !! 8/7 2003 : NFR óskar öllum þeim sem unnu sigra í kvöld, höfnuðu í verðlaunasæti, bættu sinn árangur eða hlupu í fyrsta sinn þessa vegalengd innilega til hamingju og þakkar fyrir samveruna. 8/7 2003 : Rakel Ingólfsdóttir vann kvennaflokkinn í NFR-hlaupinu NFR-félagar á verðlaunapalli voru : Rakel Ingólfsdóttir : Fyrsta kona í hlaupinu og GULL í aldursflokk Eva Einarsdóttir : Gull Bjarndís Þorbergs : Silfur Jóhanna Eiríksdóttir : Gull Ragnheiður Valdimarsdóttir : Brons Sigurbjörn Richter : Gull Ingólfur Arnarsson : Silfur Til hamingju með árangurinn, félagar 8/7 2003 : Staðfestur tími Barkar í Þorvaldsdalsskokki er 2:16:12 (sjá vefsíðu hlaupsins) 5/7 2003 : Fréttir voru að berast af Berki sem var að klára Þorvaldsdalsskokkið á tímanum 2:16:40 sem er mjög góður árangur (sjá vefsíðu hlaupsins) 4/7 2003 : Þessir tóku þátt í KR - þríþraut : Rakel kláraði lengri þrautina á 1:20:22 sem er brautarmet - Gullverðlaun Ásgeir kláraði lengri þrautina á 1:28:55 Bryndís kláraði styttri þrautina á 53:56 - Gullverðlaun Ragna kláraði styttri þrautina á 56:19 - Silfur Trausti kláraði styttri þrautina á 44:35 Við getum allt (sem við viljum) Frekari upplýsingar um tíma í hverri grein er að finna á heimasíðu sunddeildar KR Auglýsing um NFR-hlaupið : Námsflokkahlaupið verður haldið þriðjudaginn, 8. júlí kl. 19:00 Leiðin : sama fyrirkomulag verður í ár og í fyrra, - startað verður í Nauthólsvík og hlaupið inn í Elliðaárdalshólma og til baka. Vegalengdin er 10 km. og brautin er kunn bætingarbraut Keppnisgjaldið er kr. 1000,- Glæsileg úrdráttarverðlaun verða í boði Adidas, Puma, Speedo, Nike, Intersport og Húsgagnaheimilisins. Hvetjum vini og vandamenn til að mæta !!!! 2/7 2003 : Trausti VANN Vatnsneshlaupið Til hamingju, Trausti !!! 29/6 2003 : Það er kveðja frá Evu í gestabókinni !!!! 29/6 2003 : Hásarar eru komnir með fleiri myndir frá Mývatni (undir Keppnir) 28/6 2003 : Ásgeir fékk gull á Ísafirði Til hamingju, Ásgeir !!! Aths. ritara : Ásgeir er langflottastur 22/6 2003 : Í kvennahlaupinu var bæklingum um líkamshreyfingu og beinþynningu dreift. Einn þessarra bæklinga sem ber titilinn "Beinvernd" hefur þennan áhugaverða texta að geyma : "Tog vöðvanna á bein er nauðsynlegt til að bein viðhaldi styrk sínum. Þetta kemur m.a. í ljós ef vöðvar lamast þá rýrnar viðkomandi bein verulega. Rannsóknir á hópum íþróttafólks hafa einnig sýnt að t.d. tennisleikarar hafa meiri beinþéttni í álagshandleggnum og langhlauparar hafa sterkari hrygg en aðrir. Stæltir vöðvar og sterk bein fara því oftast saman. Nægileg líkamsþyngd er einnig nauðsynleg fyrir beinin eins og komið hefur berlega í ljós hjá geimförum, sem tapa verulegu beini vegna þyngdarleysis." Ergo : Óskastaðan er að vera þungur og hlaupa lengi ;) 21/6 2003 : Og hér koma úrslitin úr hlaupum laugardagsins á Mývatni. Takið eftir hvað Sigurbjörn Richter er að koma sterkur inn (10 km.) 54:05 Til hamingju með þennan frábæra tíma, Sigurbjörn 20/6 2003 : Berglind hljóp sitt fyrsta maraþon á Mývatni í kvöld á tímanum 3:56:36 TIL HAMINGJU Berglind 20/6 2003 : Tímar NFR-félaga í Mývatnsmaraþon eru eftirfarandi : Tími Sæti Ívar og Ingólfur 3:00:57 1-2 Gunnar Richter 3:16:05 3 Alfreð 3:26:35 9 Pétur 3:27:28 10 Ævar 3:30:41 14 - bæting um 17 mín. frá því í haust Garðar 3:41:40 - bæting um 14 mín. á 2 mánuðum Berglind 3:56:36 - fyrsta maraþon - glæsilegur tími Til hamingju með frábæran árangur, krakkar. 19/6 2003 : Það er kveðja frá Hrólfi í gestabókinni 12/6 2003 : Það er komin ný saga úr Kaupmannahafnarmaraþoni á Hás-síðunni undir keppnir 9/6 2003 : Það er kveðja frá Hafdísi og fjölskyldu í gestabókinni !!!!! 6/6 2003 : Það eru komnar myndir úr Heilsuhlaupinu á heimasíðu Krabbameinsfélagsins OG úrslitin eru strax komin á hlaupasíðuna. Vel að verki staðið, Torfi. 5/6 2003 : Gunnar Richter og Þórdís Ívarsdóttir voru fyrst í sínum aldursflokki í heilsuhlaupinu. Starfið í yngri flokkunum skilar sér :) 4/6 2003 : Nýtt undir Tengingar : allskonar umreikningar á mælingum ... flott síða :) 4/6 2003 : Skemmtileg frásögn frá Köben eftir Kristján Sveinsson á síðu Langhlauparafélagsins -og mynd af Formanninum :) 2/6 2003 : Við eftirgrennslan á áströlskum hlaupasíðum fann Eva eftirfarandi lýsingu á undirsíðu skokkhóps sem hún áætlar að heimsækja (ef tími vinnst ..) sem sérstaklega er ætluð fyrir þá í hópnum sem hafa áhuga á maraþonum og ultramaraþonum ...: "When you run long distances you can actually savour the thrilling anonymity of feeling like an ant tottering across the Gobi desert, a butterfly hovering in the Amazon, or an anemone wafting in the Great Barrier Reef. You feel connected to nature and if you'll pardon the 'new age' palaver, part of the bigger picture. How much you earn, who wins or loses, who's got what and whom, it all seems rather peripheral out there when the wind's in your hair, the sun's in your smile, and your freedom tastes like fresh vanilla icecream" Margaret Gee, Sydney Strider 29/5 2003 : Nýtt á pistlasíðu : 10 ráð fyrir þá sem takast á við meiðsl. Þýtt úr Runners World. 28/5 2003 : Hás-hópurinn er með fleiri linka og frásögn úr Kaupmannahafnarmaraþon 26/5 2003 : Það eru komnar myndir frá Barðsneshlaupinu í fyrra á Barðsneshlaupsíðuna 23/5 2003 : Hér er linkur á vin okkar í Eurovision, - hann er langhlaupari þessi.. verðugur fulltrúi :) 24/5 2003 : Var Rútuhlaupið Úrslit úr Kaupmannahafnarþoni á síðunni hjá Gísla 18/5 2003 : Stór hópur tók þátt í Kaupmannahafnarmaraþoni sunnudaginn 18. maí. 18/5 2003 kl. 14:30 : Kveðjur frá Köben : Allir komnir heilir í mark. Solla á 4:45 með sælubrosi í mark og spurði hvenær næsta hlaup væri. Kalli Gísla að gerð góða hluti. Friðrik brilleraði í mark. Aðrir hjá okkur sluppu fyrir horn. Staðfestur tími ekki kominn. Kær kveðja, Formaður 15/5 2003 : Vegna athugasemda í gestabók er hér linkur á heimasíðu Barkar (svo við munum hvernig hann lítur út :) 5/5 2003 : Þessa maraþonsíðu fann Lilja. Þetta slær kippuhlaupinu alveg við ! 4/5 2003 : Garðar hljóp í Almere-maraþon í Hollandi. Hann fór hjá hálf-maraþon merki á tímanum 1:47:14 - Staðfestur lokatími : 3:55:40 - TIL HAMINGJU, Garðar 24/4 2003 : Kveðja frá formanninum fannst í gestabókinni !!!!! 22/4 2003 : Nýr linkur undir tengingar á heimasíðu Langhlauparafélagsins. Skemmtileg síða !!! 1/4 2003 : Úrslit í sveitakeppni í Marsmaraþoni : Úrslitin Tímarnir Karlar Konur Úrslit í heilu maraþoni 25/3 2003: Viðbrögð vegna skrifa ritara um hægðir. 24/3 2003: Nýtt á pistlasíðu : Hægða(til)raunum ritara lýst í bundnu og óbundnu máli 7/3 2003 : Áhugaverð síða : triathletemag.com : Ýmsar skemmtilegar reiknivélar hægra megin. Útreikningur á kjörþyngd : Fetið er 30 cm. Pundið er 0,45360 kg. Til að spyrja um fáránlegar stærðir (fet, pund, libs .....) farið á Ask Jeeves 14/2 2003 : Hér eru millitímarnir úr hlaupinu hans Ívars 18/3 2003 : Halldór Sævar (kokkur) er fertugur í dag. Til hamingju, Halldór 9/2 2003 : Hér er linkur á Búdapest maraþon. 9/2 2003 : Ný uppskrift á uppskriftasíðu 2/2 2003 : Ívar hljóp Miami maraþon á : 2:54:34 og vann sér inn GULL í aldursflokknum. Til hamingju, Ívar. 28/1 2003 : Nýr linkur á síðunni : Uppskriftir 27/1 2003 : Nýtt : Heimasíðan hans Kalla. 27/1 2003 : Þorrablótsmyndir á síðunni hjá Hás-hópnum. 22/1 2003 : Nýr linkur á tengingasíðunni : hot.is 11/1 2003 : Uppskrift af góðum sörum 2/1 2003 : Nýr linkur neðst á tenglasíðunni, - hjálp við að losna við auglýsingagluggana sem poppa upp Viðburðir 2002 |
Hlaupahópur NFR |
Þjálfari : Pétur Ingi Frantzson s. 898-9902 |
![]() |
![]() |
Viðburðir 2003 eru fastir hér neðar á síðunni. Vinsamlegast "skrollið" niður :) |