Hér fyrir neðan er gátlisti sem nokkrir hlauparar NFR hafa sett saman.
Listi þessi er birtur án allrar ábyrgðar, og er ekki ætlast til að fólk fari bókstaflega eftir honum, heldur er hann aðeins hugsaður til að gefa þeim sem eru að fara innsýn í það hverskonar dj.... drasl fólki dettur í hug að dragnast með í þetta ferðalag. Það er eins víst að á hann vanti eitthvað sem einhverjum kann að þykja mikilvægt. Sumum finnst gott að gera ráð fyrir allskonar veðri og aðstæðum, - enda getur svosem verið allra veðra von í Íslenskri náttúru. Aðrir benda réttilega á að flestir nota þegar á hólminn er komið varla nokkurn skapaðan hlut af öllu þessu drasli.
Það er því hvers og eins að setja saman sinn eigin lista yfir það sem hans heilbrigða skynsemi segir honum að hann þurfi.
Um er að ræða 2 töskur.
Í aðra töskuna fer :
- búnaður til næturdvalar í Hólaskógi
· Tannbursta
· Tannkrem
· Bol til að sofa í
· Blað að lesa (Runners World ? )
· Svefntöflu ? (til er fólk sem fær sér 1 bjór)
·
Svefnpoka
· Kodda ?
· Inniskó ?
· Shampoo fyrir sturtu um morguninn ?
· Rakvél ?
· Dömubindi ?
· Muna: Að pakka skónum sem þið komið í í Hólahóg því um morguninn eruð þið komin í hlaupaskóna og hinir skórnir vilja gleymast í andyrinu.
· Myndavél ?
- aukabúnaður sem þarf til að hlaupa Laugaveginn
· Plástrar (Silkiplástur ...)
·
Gerfiskinn
· Skæri
· Vasilín
· Sólarvörn
· Hitakrem
· Naglaklippur (eða klippa neglur áður en farið er :)
· Leppinduft (eða annan orkudrykk til að setja í brúsa)
- hlaupafötin sem hlaupa á Laugaveginn í
· Hlaupatopp
· Bol (Hlíra, langerma, stutterma ?)
· Jakka
· Nærbuxur
· Buxur (stuttar og/eða síðar ?)
· Sokka
· Skó
· Inlegg !!!!!!!!
· Sólgleraugu ?
· Svitaband ?
· Derhúfu ?
· Eitthvað í hárið ? Teygju ?
· Vettlinga sem má fórna
· Húfu
· Stuttbuxur
· Göngustafir fyir þá sem vilja, sumum hefur reynst vel að nota þá að Hrafntinnuskeri, mesta lagi í Álftavatn (þeir skila sér í Þórsmörk).
· Drykkjarbelti með :
· x brúsum
· Orkugeli
· Íbófeni
· Saltbréfi
· Gerfiskinni
- það sem þarf til dvalar í Þórsmörkinni
· Pening til að borga teygjaranum
· 2 Handklæði (eitt stórt í gufuna)
· Sundföt ?
· Sjampó
· Krem og snyrtivörur
· Hrein nærföt
· Þægileg föt til að fara í eftir hlaup og í gönguferð á sunnudaginn ... sumir fara bara í þeim á föstudaginn :)
· Stuttbuxur og léttan bol ef sól og heitt :)
· Kuldagalla til að fara í eftir hlaup og/eða vera í um kvöldið
Í hina töskuna (sem verður
send upp að Bláfjallakvísl) fer :
- Viðbótaraukabúnaður -
·
Orkugel - áfylling á birgðirnar
· Kannski smá pínu nammi (alls ekki þungt) þeir sem gera ráð fyrir að vera það lengi að allt nammifólkið verður farið (8 tíma eða yfir), - en það má ekki borða það fyrr en í Slippugili í fyrsta lagi :)
· Drykk á flösku ?
· Lítið handklæði
- Varahlaupadót ef skipta þarf á miðri leið
· Húfu
· Vettlinga
· Hlaupatopp
· Bol
· Jakka ?
· Buxur
· Sokka
· Skó
· Inlegg !!!!!!!!
· Sólgleraugu (ef þú skildir hin eftir og sást eftir því :)
· Derhúfu ?
- aukabúnaður vegna hugsanlegra óþæginda
· Plástrar
· Gerfiskinn
· Skæri / vasahnífur
· Vasilín
· Sólarvörn
· Íbófen ?
· Hitakrem
· Naglsnyrtisett ?
Og upplýsingar til
þeirra sem fara í fyrsta sinn :
- Það hefur flætt inn í farangursgeymslur í rútunum á leið yfir árnar svo
það borgar sig að hafa allt dótið í plastpokum í töskunum.
- Það borgar sig að hafa pokann eða töskuna sem verður við Bláfjallakvísl
sérstaka í útliti þannig að þú þekkir hana strax innanum allar hinar töskurnar.
- Hafðu gelið og vasilínið efst.
- Drekktu tánum í vasilíni áður en þú ferð af stað. Það þarf
að tolla alla leið og þola skolun í ám líka helst.
- Settu vasilín á alla staði sem hugsanlega gætu orðið fyrir núningi :
· Tær
· Nári
· Undir brjóstin (teygjuna á toppnum)
· Armkrikar
· Geivörtur (Sumir plástra geirvörturnar)
- Ef þú hefur einhverntíma
fengið blöðru einhversstaðar, settu gerfiskinn á blettinn.
- Ef þú rennur fram í tærnar á skónum í fyrstu brekkunum, stoppaðu þá
strax og reimdu betur.
- Hafðu hugsun á því eftir Emstrurnar að drekka vel, fylla brúsana
jafnóðum og halda áfram í gelinu.
- Notaðu ekkert sem þú hefur ekki prófað áður, flík, skó, drykk, gel,....
- Það er engin sundlaug í Þórsmörkinni og bara einn lítill gufubaðsklefi
með einum sameiginlegum sturtuklefa .. ólæstum.... og einhvernveginn er
manni alveg sama :)
- Það borgar sig að fara strax í eitthvað hlýtt þegar komið er í mörkina,
- ekki kólna upp.
- Hafðu góða skapið með þér af stað og passaðu þig að týna því hvergi á
leiðinni.
- Láttu neikvæðar hugsanir aldrei ná tökum á þér.