Anna Pálína & Aðalstein Ásberg

Lífinu ég þakka (Audio)

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
þessi opnu augu, undur margt þau greina
Svart frá hinu hvíta, sem og ljós í myrkri
og hundruð stjarna sem í himinhvolfi tindra
í manngrúanum manninn sem ég elska.

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
heyrnina, sem hljóðin, nemur nótt og dag,
suð í engisprettu, söngfuglanna tóna,
hundgá, hamar, vél og nið í næturregni
og milda röddu mannsins sem ég elska.

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
þessi hljóð og stafróf, orðin sem ég á mér,
um það sem ég hugsa og ég vil þér segja,
móðir, vinur, bróðir, orð, sem endurvarpa,
ljósi því er lýsir veginn sálar þinnar.

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
þessa lúnu fætur, er farið hafa víða,
um stórborgir og stendur, mýrarkeldur, móa,
um eyðisanda, heiðar, fjöll og djúpa dali,
um götuna þína, garðinn þinn og húsið.

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
hjarta mitt sem hrífst af hugarflugi mannsins,
þegar ég sé gæðin greind svo vel frá illsku
og ávöxt uppskerunnar efla mannsins drauma
og björtu augun þín sem blika djúp og fögur.

Lífinu ég þakka það sem mér er gefið:
hláturinn og grátinn, svo að greint ég fái,
gleðina og harminn, þetta tvennt sem myndar,
mína söngva' og ykkar, sem og eru mínir söngvar
|: og allra söngva, sem og eru [mínir/sömu] söngvar :|

Hansis Schlagerseiten