Algengar spurningar þegar sótt er um starf hjá TM Software

TM Software leitast við að bjóða starfsmönnum góða og örugga vinnuaðstöðu, stuðla að góðum starfsanda og tryggja jafnrétti við ráðningu og framgang í starfi. Frumkvæði, ábyrgðartilfinning, samskiptahæfni og vilji til að ná árangri eru þættir sem við metum mikils. Starfsmenn TM Software hafa alla möguleika til að vaxa í starfi innan félagsins og auka hæfni sína og þekkingu.

Mikilvægir þættir í starfsmannastefnu okkar:

  • Góður starfsandi og starfsaðstaða
  • Áhugaverð og krefjandi verkefni
  • Öflugt starfsmannafélag
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Símenntun í starfi sem er á ábyrgð beggja aðila, starfsmanns og félagsins
  • Endurgjöf á frammistöðu og vönduð starfsmannasamtöl
  • Aðstaða og aðstoð til líkams- og heilsuræktar

TM Software leggur áherslu á sjálfstæð vinnubrögð og svigrúm til ákvarðanatöku, markmiðasetningar og ábyrgð vegna daglegra starfa og verkefna. Starfsmenn eru hvattir til faglegra vinnubragða sem miða að því að veita viðskiptavinum bestu fáanlegu ráðgjöf og þjónustu.

Mikilvægt er að starfsferlisskráin innihaldi greinagóðar og fullnægjandi upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu umsækjandans. Nauðsynlegt er að gefa upp nöfn á meðmælendum sem hægt er að hafa samband við í samráði við umsækjanda sé þess óskað. Mikilvægt er að uppbyggingin starfsferilsskrárinnar sé auðveld og hún sé þægileg yfirlestrar fyrir þá sem meta umsækjendur. Best er að raða upplýsingum með þeim hætti að menntun og starfsreynsla séu talin upp fyrst. Innan hvers kafla skal raða upplýsingunum í öfuga tímaröð þannig að nýjustu upplýsingarnar séu taldar upp efst t.d. háskólagráður fyrst og síðar menntun á fyrri stigum skólagöngunnar. Í kaflanum um þekkingu og færni er best að telja fyrst upp þá þekkingu sem best hæfir og gagnast því starfi sem um er sótt. T.d. ef sótt er um starf forrittara er best að leggja áherslu á þá færni sem tengjist því starfi. Gott er að láta upplýsingar fylgja með um áhugamál og en gæta skal þess að þær skyggi ekki á mikilvægari upplýsingar í starfsferllisskránni.

Alls starfsfólk: 70
Konur: 28%
Karlar: 72%
Meðalstarfsaldur: 6,5 ár
Starfsfólk með háskólagráðu: 94%