Saga hópsins
  Í byrjun janúar 1992 kom Jakob Bragi Hannesson maraþonhlaupari og íslenskukennari í Námsflokkum Reykjavíkur að máli við Guðrúnu Halldórsdóttur skólastjóra og lagði fyrir hana hugmyndir sínar um að nýta íþróttasal Miðbæjarskólans til kennslu á skokknámskeiði.   Guðrún tók vel í þetta og skokknámskeiðið var auglýst.   12 manns skráðu sig og var námskeiðinu hleypt af stokkunum.
   Hlaupaáhugi almennings var í uppsveiflu á þessum tíma og skemmst er frá að segja að tveimur árum síðar var skokknámskeið Námsflokkanna orðið að 40-50 manna kjarna fólks sem mætti reglulega í Miðbæjarskólann á æfingar.  Skokknámskeiðið var orðið að íþróttafélagi sem æfði allan ársins hring, átti sína eigin búninga og félagarnir kepptu undir merkjum þess.
   Í 1. tbl. Hlauparans útg. 1994 ber að líta hópmynd af skokkhópnum og þar má sjá a.m.k. 3 félaga sem enn stunda hlaupahóp NFR.  
Pétur Frantzson tók við þjálfarastarfinu af Jakobi árið 1997.   Haustið 2003 hætti Pétur að þjálfa og vildi leggja hópinn niður. En hópurinn hélt áfram að hlaupa og settu félagar saman æfingaáætlun. Um áramótin ákvað hópurinn að fara inn í líkamsræktarstöð í einn mánið til prufu og sjá svo til. Flestir voru mjög ánægðir með það,en það hentaði ekki öllum. Var hópurin þá tví skiftur (þar sem stofnaður var nýr hlaupahópur í líkamsræktarstöðinni) en afgangurinn hélt áfram að hlaupa frá sínum gömlu stöðum.
Aftur á upphafssíðu
Hosted by www.Geocities.ws

1