Hér kemur smá hugleiðing um ,,Laugaveginn".
Byrjunin á þessu "ljóði" er eftir Tómas Guðmundsson og heitir Fjallganga.
Urð og grjót.
Upp í mót.
Ekkert nema urð og grjót.
Hlaupa skriður.
Skokka kletta.
Hvers vegna er ég að hlaupa þetta?
Þorstinn stöðugt á mig sækir.
Blöðrur komnar á minn fót.
Engin á, né nokkrir lækir.
Hálsinn þurr sem piparrót.
Hvað er þarna, loksins sé ég.
Álftavatn er þarna í fjarska.
Ég skipti um skó, fæ mér sokka.
Nú fær mig ekkert til að stoppa.
Á leið í Emstur ekkert að sjá
Sandur, auðnin, þreyta, tár.
Áhorfendur mig engir hvetja.
Ein(n) í heimi við mig að etja.
Ef ég kemst á leiðarenda.
Telst ég vera mín eigin hetja.
Frá Emstrum uppurinn er minn kvóti
Dofin(n), þreytt(ur), held af stað.
Allt hér eftir er niður í móti.
Hann Pétur Frantzson sagði það.
Hérna kemur önnur brekka.
Önnur hæð og annað gil.
Helvískur hann Pétur minntist ekkert á þetta.
Drekki honum í næsta hyl.
Svo þegar öllu fer að ljúka.
Brosið færist eyrum að.
Nokkrir bjórar skulu fá að fjúka.
Og kannski fer ég líka bað.
Á miðri leið ég mitt loforð lagði.
Aldrei aftur minn Jesú ég sagði.
Í sjöunda himni við endamark í öllu þessu fári.
Ég önnur manneskja verð.
Ég hleyp aftur að ári.
Hosted by www.Geocities.ws

1